Fataverslunarkeðjan Next í Bretlandi hefur uppfært afkomuspá ársins 2020 og reikna nú með meiri hagnaði en áður. Reiknar verslunarkeðjan nú með því að hagnaður ársins 2020 muni nema 727 milljónum punda (um 117 milljörðum króna), en fyrri spá gerði ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 2 milljónum punda lægri en það. Góð sala yfir nýliðna jólatíð er sögð helsta ástæða þess að ákveðið var að uppfæra afkomuspána. BBC greinir frá þessu.

Sala Next frá 27. október til 28. desember jókst um 5,2% miðað við sama tímabil í fyrra, sem var 1,1% meiri vöxtur en fyrirtækið hafði áætlað. Þá reiknar fataverslunarkeðjan með því að sala muni aukast um 3,9% á árinu sem nú er nýgengið í garð.