„Það var verið að færa gögn á milli gagnagrunna vegna uppfærslu á forriti og ekki var nægjanlega gætt að því að breytingar sem höfðu verið skráðar á tilteknu tímabili hefðu skilað sér inn,“ segir í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um hvaða tæknilegu breytingar það voru sem ollu því að fyrirframgreiðslur lána voru ekki færðar til lækkunar á erlendri stöðu bankans.

Tilkynnt var um þessa leiðréttingu á heimasíðu Seðlabankans í desember en leiðréttingin nam 155 milljörðum króna til lækkunar á nettóskuldum þjóðarbúsins án innlánsstofnana í slitameðferð.