Hagnaður þriggja stærstu bankanna var um 32 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins, sem er um tveggja milljarða króna hækkun frá sama tíma í fyrra. Arðsemi bankanna er há í samanburði við alþjóðlega banka en virðisbreytingar á útlánasöfnum skekkja myndina talsvert því nærri helming hagnaður Íslandsbanka og Landsbankans á tímabilinu má rekja til uppfærslu á virði útlánasafna. Þá hefur íslensku bönkunum þremur tekist mun betur til í að viðhalda arðsemi eiginfjár þrátt fyrirhækkandi eiginfjárhlutfall.

Hagnaður Landsbankans og Íslandsbanka hækkar á milli ára en Arion banki rífur meðaltalið niður milli ára og eru hagnaðartölur bankanna þriggja í heildina litið því svipaðar og á fyrri árshelmingi 2012.

Umrædd arðsemishlutföll (hagnaður deilt með eigin fé) bankanna gefa ekki alveg rétta mynd af arðsemi þeirra á tímabilinu þar sem talsverðu munar milli bankanna þegar kemur að virðisbreytingum á útlánasöfnum þeirra milli ára og árshelminga. Ef nánar er rýnt í tölur er talsvert minni munur á hagnaði bankanna en virðist við fyrstu sýn.

Nánar er fjallað um uppgjör bankanna í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .