Tagplay for Work er ný vara sem gerir fyrirtækjum kleift að straumlínulaga upplýsingastreymi sitt að sögn Sesselju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra íslenska sprotafyrirtækisins Tagplay. Hægt er að nota Tagplay for Work til að uppfæra tilkynningar, fréttir og myndbönd sjálfkrafa á upplýsingaskjám og vefsíðum.

„Það sem hugbúnaðurinn gerir kleift er að starfsmenn geta póstað efni í Facebook Workplace og Tagplay áframsendir það yfir á upplýsingaskjái, sem fyrirtæki eru með, víðs vegar um fyrirtækið. Einnig getur hugbúnaðurinn tekið efni af Facebook Workplace og sett það sjálfkrafa inn á innra net hjá fyrirtækinu eða jafnvel upplýsingasíðum á ytri vef,“ segir Sesselja. „Það kunna allir nú þegar á Facebook og Facebook Workplace þá verður uppfærslan miklu auðveldari og ekki þarf að fara þá inn í önnur kerfi til að uppfæra þessa hluti sérstaklega. Við þetta sparast mikill tími og upplýsingastreymi bætist. “ bætir hún við.

Sesselja segir að Tagplay hafi unnið náið með Facebook Workplace og að þau hafi haft góðan aðgang af öllu starfsfólki þar. „Þetta er glæný vara svo þeir eru mjög æstir yfir því að fólk búi til vörur sem styðja við Facebook Workplace. Varan er í sífelldri þróun hjá þeim svo það er gott að geta unnið þetta í samstarfi við Facebook Workplace,“ segir hún.

Facebook á meðal viðskiptavina

Tagplay selur jafnframt hugbúnað, Tagplay for publishers, til fjölmiðla og vörumerkja sem búa til efni fyrir samfélagsmiðla og nota Tagplay til að uppfæra vefsíðuna sína með samfélagsmiðlum. Á meðal viðskiptavina Tagplay eru Facebook, Vodafone, Carlsberg, Dove, Landsbankinn og Íslandsbanki.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Hagnaður Íslandshótela nam 900 milljónum króna á síðasta ári.
  • Mikill viðsnúningur hefur orðið á rekstri sveitarfélaganna á undanförnum árum.
  • Fjallað er um sakamálakærur gegn breskum bankamönnum.
  • Aukning hefur verið í útflutningi áfengis til Bretlands.
  • SA og ASÍ leggja til að harðar verði tekið á kennitöluflakki.
  • Fjallað er um nýja fimm ára verkáætlun um máltækni.
  • Landnám Costco á Íslandi hefur hrist upp í íslenskri verslun.
  • Ítarlegt viðtal við Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formann Viðskiptaráðs.
  • Umfjöllun um „peningabardaga“ Conor McGregor og Floyd Mayweather.
  • Rætt er við forsvarsmenn markaðsstofunnar Eyland.
  • Oddur Sturluson hjá TeqHire, er tekinn tali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um borgarstjórann og flugvöllinn í Vatnsmýri.
  • Óðinn fjallar um óréttlátan fasteignaskatt.