Húsnæðismál í Reykjavík voru tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina.

Oddviti Sjálfstæðisflokks, Halldór Halldórsson vakti athygli á því að að það vantaði um 1.600 nýjar íbúðir árlega til að uppfylla þörfina á höfuðborgarsvæðinu. Halldór sagði að fundinum í gær:

„Stóra vandamálið er að það er ekkert lóðaframboð. Þú getur ekki komið til Reykjavíkur sem byggingaraðili sem vill byggja af því einu svörin sem þú myndir fá frá Reykjavíkurborg væri bara að það eru engar lóðir til.“

Halldór segir í samtali við Viðskiptablaðið að til að leysa þetta vandamál hann myndi vilja fullbyggja úthverfin.

„Fyrir utan þau þéttingarsvæði sem eru í vinnslu, en þau eru ansi mörg eins og t.d. lýsisreiturinn, þá eru þó mörg ár í að eitthvað verði að veruleika á þessum svæðum. Þessi svæði er flókin og þau eru dýr. Það er hverfi sem átti upphaflega að vera 28 þúsund íbúar, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Í dag eru þar bara um 7-8 þúsund íbúar. Úlfarsárdalur gæti verið miklu stærri.“

Halldór segir að einungis séu örfáar lóðir eftir í þessum hverfum, en þær séu aðallega lóðir fyrir stærri einbýlishús. Hann segir að það sé nóg pláss til að halda áfram með hverfið og bæta við lóðum.

„Þetta yrði miklu fljótlegra og lóðirnar yrðu ódýrari. Það eru ekki sömu vandamál þar og á þéttingarsvæðum. Við viljum því fullbyggja svæðið, það er líka þétting byggðar.“

Halldór segir að ábyggilega væri hægt að koma fyrir um 1.600 íbúðum á því svæði, en það er árleg þörf höfuðborgarsvæðisins fyrir nýjar íbúðir.

„Ef þetta væri ekki bannað eins og það er hjá meirihlutanum þá væri þetta valkostur fyrir fólk sem er að leita sér að ódýrara húsnæði og vill búa í úthverfi. Í dag eru í rauninni ekkert val fyrir fólk, þeim er bara að allir skulu búa á þéttingarsvæðunum. Mjög margir vilja búa þar en alls ekki allir.

Mjög margir eru í þeirri stöðu að þeim vantar bara íbúð. Þeir segja þá bara að Reykjavík sé ekkert fyrir og fara bara í Mosfellsbæ eða Urriðaholtið í Garðabæ.“

Halldór segir að framboðið sé mikilvægastann í húsnæðisvandanum. Með auknu framboði á lóðum mun fasteignaverð lækka smám saman, loks verði húsnæðisverð almennt lægra.