Gengi hlutabréfa í streymisveitunni Netflix hafa tekið stökk í kjölfar þess að 3,2 milljón manns hafi bæst við áskriftarlista síðunnar á seinustu þremur mánuðum. Það var talsvert hærra en gert var ráð fyrir. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um stöðu Netflix.

Í Bandaríkjunum hækkaði tala áskrifenda um 21% upp í 370 þúsund. Þættir á borð við Stranger Things og Narcos höfðu mikil áhrif á fjölgun áskrifenda. Í lok þriðja ársfjórðungar voru áskrifendur af Netflix 83,3 milljónir í heildina. En það væri líkt því og að allir Þjóðverjar væru áskrifendur streymisíðunnar.

Í kjölfarið hækkaði hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi um 31% og nam 2,29 milljarða á þeim árshluta.