Hagnaður Te & kaffi á árinu 2015 nam um 19,7 milljónum króna borið saman við 14,4 milljónir árið áður. Um er að ræða tæplega 37% hagnaðaraukningu milli ára.

EBITDA fyrirtækisins hækkar úr 78,9 milljónum í 82,4 milljónir. Eignir í lok árs voru um 487 milljónir, þar voru fastafjármunir 163,7 milljónir og veltufjármunir 323,3 milljónir. Skuldir voru 437,4 milljónir, eigið fé 49,6 milljónir og eiginfjárhlutfall 10,2%.

Fyrirtækið fjárfesti fyrir um 96 milljónir, aðallega í varanlegum rekstrarfjármunum og verðbréfum. Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 105,4 millj-ónir og breyting á handbæru fé var sömuleiðis jákvæð um 10,7 milljónir.

Hlutafé félagsins nam fjórum milljónum í árslok og skiptist á tvo hluthafa. Greiddur arður nam 12 milljónum fyrir árið 2014.