Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1.51% í dag og endaði í 1,851 stigum. Markaðurinn hefur hækkað um 41.23% frá áramótum.

Í dag hækkuði mest gengi bréfa Haga um 4.65% í 1,2 milljarða króna viðskiptum. Gengi bréfa N1 hækkaði um 3.18% og gengi bréfa Marel um 2.46%, samtals í tæplega 800 milljón króna viðskiptum.

Ekki var mikil lækkun á markaðnum í dag. Mest lækkaði TM um 0.64%, Össur um 0.44% og Sjóvá um 0.22%, en samtals voru viðskipti með þessi þrjú bréf litlar 40 milljónir króna. Þetta voru einu hlutabréfin hverra gengi lækkaði í dag.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 3,5 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 10 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,4% í dag í 3,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 8,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 2,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 6,3 milljarða viðskiptum.