Actavis birti eftir lokun markaða uppgjör fyrir síðasta fjórðung ársins 2004 og árið í heild. Tekjur fjórðungsins námu rúmum 111,9 milljónum evra samanborið við 110,4 milljóna spá greiningardeildar KB banka. EBITDA félagsins nam 26,1 milljón evra, eða 23,4% af tekjum. Í spá KB banka var gert ráð fyrir EBITDA uppá 29,2 milljónir evra eða 26,5% af tekjum og kemur lág framlegð nú nokkuð á óvart. Hagnaður félagsins á árinu nam 62,7 milljónum evra, þar af 14,6 milljónir á 4. ársfjórðungi sem er nokkuð undir 16,3 milljóna spá Íslandsbanka.

Uppgjörið er því í heild undir væntingum Greiningardeildar KB banka en nánar verður fjallað um það í Fyrstu viðbrögðum á morgun.