Lárus Welding var einungis þrítugur þegar hann var hann orðinn forstjóri Glitnis banka, alþjóðlegs banka með starfsemi víða um heim. Sautján mánuðum síðar, í október 2008, féll bankinn. Lárus gerir upp þennan tíma í nýrri bók sem kemur út á morgun en útgefandi er Almenna bókafélagið. Fjallað verður um bókina í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun.

Á bókarkápu segir: „Frásögn Lárusar er hispurslaus og hreinskilin um ris, fall og upprisu hæfileikaríks bankamanns. Hún gefur einnig mikilsverða sýn á hlið þeirra sem störfuðu í fjármálakerfinu. Hann hlífir ekki sjálfum sér í þessari mögnuðu og lipurlega skrifuðu bók. Lárus varpar ljósi á efnahagshrunið og tengsl þess við hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Hann bendir jafnframt á ýmislegt sem aflaga fór innan íslenska réttarkerfisins í tengslum við eftirleik hrunsins en Íslendingar, einir þjóða, fóru markvisst á eftir starfsmönnum bankanna.

Uppgjör bankamanns er mikilsverð og einlæg saga fjölskyldumanns sem gerði þau afdrifaríku mistök að taka við starf forstjóra Glitnis banka rétt áður en alþjóðleg fjármálakreppa skall á. Hér er því lýst sem á daga hans dreif fyrir og eir fall Glitnis. Á tímabili þurfti hann að verjast í á þriðja tug refsi- og einkamála. Þá veitir Lárus áhugaverða innsýn í innsta hring íslensks fjármálalífs á árunum fyrir fall bankanna. Uppgjör bankamanns er sérlega áhugaverð og þörf bók um mikla umbrotatíma í íslensku þjóðlífi."

Nánar verður um bókina í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun.