2.390 m.kr. tap varð af rekstri Burðaráss á fjórða ársfjórðungi en það er undir okkar spá sem hljóðaði upp á 1.670 m.kr. tap. Um helmingur spáskekkjunar er tæknilegs eðlis og skýrist af því að reikningshaldslegur samruni Burðaráss og Kaldsbaks miðast við 18. október, en ekki 1. október eins og við reiknuðum með.

Á þessum 18 dögum hækkaði markaðsvirði verðbréfaeignar Kaldbaks um 340 m.kr. og færist sú hækkun beint á eigið fé Burðaráss án viðkomu í rekstrarreikningi, eins og við gerðum ráð fyrir. Hagnaður Eimskips nam 273 m.kr. á fjórðungnum samanborið við 324 m.kr. spá okkar. Mismunurinn skýrist af meira gengistapi af hlutabréfaeign sem væntanlega er tilkomið vegna erlendra hlutabréfa en sú staða jókst mun meira á fjórðungnum en við bjuggumst við.

Þrátt fyrir mikið tap á fjórða ársfjórðungi þá var hagnaður ársins engu að síður 9.341 m.kr. og arðsemi eigin fjár var 38,3%. Árið í heild var því mjög gott hjá Burðarási.

Verðmat á Burðarás verður tekið til endurskoðunar og verður það til hækkunar frá því síðasta verðmat var gefið út. Gengi Burðaráss er 13,35 þegar þetta er skrifað og mælum við með að fjárfestar yfirvogi bréf Burðarás í vel dreifðu eignasafni.