Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að uppgjör Eik Banka sé mun verra en hann hefði búist við. Bankinn tapaði 69,2 milljónum danskra króna, jafnvirði tæpra 1,7 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins.

Haraldur segir að skýringuna á tapinu  megi að langmestu leyti rekja til hærri afskrifta vegna starfseminnar í Danmörku. Þar sé um að ræða lán til fasteignaverkefna.

Haraldur segir að fastlega megi búast við tapi á rekstri bankans á öllu árinu.

Eik Banki er færeyskur banki, skráður í kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn og með starfsemi í Danmörku auk Færeyja.