Slakt uppgjör bílaframleiðandans Ford og ástandið í Egyptalandi hefur valdið lækkun á Wall Street í dag. Enn er um einn og hálfur klukkutími til lokunar markaða og ósennilegt að miklar breytingar verði, nema þá til lækkunar.

Mótmæli í Egyptalandi hafa magnast, að sögn helstu fréttamiðla. Ástandið í landinu er mjög viðkvæmt og hefur valdið því að fjárfestar hafa viljað minnka áhættu sína og fært sig í öruggari eignir.

Fyrr í dag birti Ford uppgjör sem olli markaðsaðilum vonbrigðum. Hlutbréf í félaginu hafa lækkað um 11,7% það sem af er degi.