Glitnir birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á morgun og gerum við ráð fyrir 7 milljarða króna hagnaði, segir greiningardeild Landsbankans.

?Á fjórðungnum seldi Glitnir allan hlut sinn í vátryggingafélaginu Sjóvá og innleysti við það 2,4 milljarða króna söluhagnað. Ennfremur keypti Glitnir sænska verðbréfafyrirtækið Fisher Partners í þeim tilgangi að auka hlutdeild bankans í miðlun á norrænum mörkuðum," segir greiningardeildin.

Lækkandi hlutabréfaverð mun ekki lita uppgjörið verulega því markaðsáhætta Glitnis í slíkum bréfum hefur verið lítil, að sögn greiningardeildarinnar.