Afkoma Icelandic Group á fyrsta fjórðungi var lítillega undir spá greiningardeildar Glitnis en tekjur voru reyndar meiri en reiknað var með. Hagnaður á fjórðungnum nam 87 milljónum króna samanborið við 203 milljónir á árinu 2005.

Vörusalan nam 32,8 milljörðum króna en greiningardeildin spáði að hún yrði 28,6 milljarðar króna, sem er 42% vöxtur frá árinu 2005. Þar af var innri vöxtur 7%.

EBITDA framlegðin var 894 milljónir króna en greiningardeildin spáði 1.115 milljón króna hagnaði.

?Helstu skýringar á því eru áframhaldandi tap á Coldwater í Bretlandi auk þess sem kostnaður vegna endurskipulagningar í Frakklandi var heldur hærri en við væntum. Fram kemur í tilkynningu að hátt hráefnisverð hafði neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á tímabilinu og á það sérstaklega við um starfsemina í Asíu og hjá Pickenpack í Þýskalandi," segir greiningardeildin

Þá segir greiningardeildin að uppgjörið beri með sér að endurskipulagning samhliða eigenda- og stjórnendabreytingum og kaupunum á Pickenpack sé nú langt komin.