Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2006 nam 5,3 milljörðum króna og var undir væntingum greiningardeildar Glitnis, sem spáði 6,2 milljarða hagnaði.

Hún segir uppgjör Landsbankans er á heildina litið ágætt þrátt fyrir að vera undir væntingum. ?Áhrif af tapi af verðtryggingarójöfnuði litar uppgjörið nokkuð en góður vöxtur er á grunntekjuþáttum á árinu. Kostnaðarhlutfall bankans fer hækkandi og skýrir mestan hluta spáskekkjunnar að þessu sinni. Horfur í rekstri Landsbankans eru góðar á síðasta fjórðungi ársins," segir greiningardeildin.

Tekjur í takt við spá en hærri kostnaðarliðir

?Tekjuliðir voru í heild í takti við spá en kostnaðarliðir voru nokkuð hærri og skýra mestan hluta spáskekkju hagnaðar. Hreinar vaxtatekjur námu 9,3 milljörðum króna (spá 10,6 milljarðar króna) og eru undir áhrifum af verðtryggingarjöfnuði sem skilaði um einum milljarða króna tapi á nýliðnum fjórðungi.

Þóknanatekjur voru umtalsvert yfir spá, námu 6,6 milljörðum króna (spá 5,5 milljarða króna). Aðrar rekstrartekjur námu 2,7 milljöðrum króna (spá 2,5 milljarðar króna). Rekstrargjöld námu 9,7 milljörðum króna (spá 9 milljarðar króna) og virðisrýrnun útlána nam 1,6 milljörðum króna (spá 1,8 milljarðar króna)," segir greiningardeildin.

Þróun efnahagsliða

Hún segir að heildareignir bankans hafi numið 1.962 milljöðrum króna og aukist um 8,3% á þriðja fjórðungi og útlán bankans jukust um 8%.

"Aukning þessara eignaliða er athyglisverð í ljósi um 8% hækkunar á gengi krónunnar á tímabilinu. Innlán frá viðskiptavinum jukust 8% en heildarinnlán bankans stóðu í stað þar sem innlán frá fjármálastofnunum drógust saman.

Eigið fé hluthafa nam 130 milljörðum króna í lok fjórðungsins og eiginfjárhlutfall A nam 13,0% og CAD hlutfall 15,0%," segir greiningardeildin.