Marel birtir uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Greiningardeild Glitnis segist gera ráð fyrir að uppgjörið verði að nokkru leyti litað af einskiptiskostnaði tengdum síðustu yfirtökum, á AEW Delford (keypt í apríl) og Scanvægt (keypt í ágúst).

Einnig megi búast  við kostnaði í tengslum við hlutafjárútboðið í september. Auk þess er ákveðin árstíðarsveifla í afkomu Marel þar sem sumarfrí hafa áhrif til færri afhendinga og þar með lægri tekna. "Að öðru leyti spáum við góðri afkomu af grunnstarfsemi enda hefur komið fram að verkefnastaða sé góð og söluhorfur ágætar," segir í Morgunkorni greiningardeildarinnar.