Uppgjör farsímaframleiðandans Nokia var lakara en spár höfðu gert ráð fyrir. Tekjur á öðrum ársfjórðungi dróust saman um 24%. Gengi hlutabréfa í félaginu lækkaði um tæp 3% við þessar fréttir og með því hvarf hækkun ársins. Gengi bréfanna lækkaði um 22% á síðasta ári og var það fimmta árið í röð þar sem gengið lækkar.

Spár gerðu ráð fyrir sölu upp á 6,27 milljarða evra á öðrum ársfjórðungi en salan var í raun 5,7 milljarðar evra. Sala á farsímum hjá Nokia hefur dregist verulega saman milli ára en á öðrum ársfjórðunig 2012 seldust 83,7 milljónir farsíma samanborið við 61,1 milljón nú.