Gengi bréfa í finnska farsímarisanum Nokia hafa lækkað um 10% eftir að félagið kynnti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung í dag, sem var nokkuð undir væntingum greinenda.

Hagnaður Nokia jókst um 25% á fjórðungnum, í 1,22 milljarða evra úr 979 milljónum evra á sama tíma fyrir ári. Greinendur gerðu ráð fyrir hagnaði upp á 1,39 milljarða evra.

Mikill vöxtur á nýmörkuðum átti ekki síst þátt í auknum hagnaði Nokia á milli ára. Nokia sagðist reikna með því að sala á farsímamarkaðnum myndi aukast um 10% á þessu ári.