Velta Össurar á þriðja ársfjórðungi nam 45,6 milljónum bandaríkjadala en greiningardeild Landsbankans spáði 44,4 milljóna veltu. Hagnaður félagsins fyrir afskkriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 4,6 milljónum dala á ársfjórðungnum sem er í takt við spá Landsbankans um 4,8 milljóna dala veltu. Sem hlutfall af veltu var framlegðin þó lítillega lægri en Landsbankamenn áttu von á.

Hagnaður nam 800 þúsund dölum en hefði verið rúmlega 4 milljónir dala ef ekki hefði komið til kostnaðar vegna samruna við Royce Medical. Hagnaðarspá greiningardeildar Landsbankans hljóðaði upp á 700 þúsund dali og var niðurstaða uppgjörsins því í takt við væntingar þeirra.

"Mælum við áfram með að fjárfestar markaðsvogi bréf sín í Össuri," segir í áliti Landsbankans.