Össur hf. skilaði tæplega 20% meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en spá greiningarfyrirtækisins IFS hljóðaði upp á. Eins kom fram í morgun hagnaðist fyrirtækið um 13,6 milljónir Bandaríkjadala á fjórðungnum. EBITDA-framlegð var 22% samanborið við spá IFS upp á 21,5%.

Gengi hlutabréfa félagsins hafði hækkað um 6% í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Stjórnendur Össurar reiknuðu í fyrri áætlun með um 4-6% innri vexti á árinu mælt í staðbundinni mynt. Nú gera þeir ráð fyrir að söluaukning verði í efri mörkum eða jafnvel aðeins yfir áætluninni. Gert er ráð fyrir innri EBITDA vexti yfir 10%, mælt í staðbundinni mynt.