Uppgjör Össurar fyrir þriðja fjórðung var undir væntingum greiningardeildar Landsbankans sem það hafi einnig verið undir væntingum stjórnenda félagsins.

?Sala Össurar jókst um 41% frá fyrra ári og var tæpar 63 milljón dollara (4.316 milljónir króna), sem er tæplega 5% undir okkar spá. Skýringuna er helsta að finna í lakari sölu á spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum. Erfiðleikar með dreifingu í Evrópu hafa enn ekki verið leystir og bitnar það á sölunni þar en stjórnendur telja þó að þeir séu á réttri leið með að leysa þetta vandamál," segir greiningardeildin.

"EBITDA-hlutfallið var undir spá okkar. Við spáðum 20,4%, en hlutfallið var 19,3%. Hagnaður eftir skatta var hins vegar yfir spá okkar, en vegna skattalegra áhrifa er erfitt að spá fyrir um hann," segir greiningardeildin.