Uppgjör Regins frá því í síðustu viku var í samræmi við afkomuspá IFS greiningar, nema hvað endurmat fjárfestingaeigna var meira en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta kemur fram í Morgunpósti IFS.

Samkvæmt virðismati telur IFS að sannvirði hlutabréfa í félaginu sé 14,5 og markgengi eftir 9-12 mánuði 15,0. IFS mælir með því að fjárfestar haldi hlutabréfum í félaginu. Við lok markaða í gær var gengi í Kauphöll Íslands 14,29.

Samkvæmt níu mánaða uppgjöri nam hagnaður eftir  tekjuskatt 1.091 milljónum króna.