Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna birti í dag uppgjör sitt fyrir árið 2004. Þrátt fyrir mikinn tekjuvöxt var afkoma félagsins á síðasta ársfjórðungi undir væntingum Greiningardeildar. Tekjur SH á fjórða ársfjórðungi námu 19,3 milljörðum króna, sem var um 900 milljónum yfir okkar spá, en EBITDA nam aðeins um 626 milljónum króna miðað við spá okkar um 727 milljónir. Þá nam hagnaður fjórðungsins 127 milljónum sem er nokkuð undir spá KB banka um 284 milljóna króna hagnað.

Heildartekjur SH á árinu 2004 námu rúmum 70 milljörðum króna og EBITDA framlegð félagsins var 3,2% eða 2,5 milljarðar króna. Hagnaður ársins nam 709 milljónum og var því um 150 milljónum undir spá Greiningardeildar.