Société Générale birti fyrir opnun markaða í morgun uppgjör sitt fyrir anna fjórðung ársins. Hagnaður bankans, sem er annar stærsti banki Frakklands miðað við markaðsverð, nam 433 milljónum evra.

Greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 764 milljóna hagnaði. Hagnaðurinn nam 747 miljónum evra á sama tímabili í fyrra.

Bankinn afskrifaði 250 milljónir evra í tengslum við sameiningu rússneska Rosbank við dótturbanka Société Générale, SG Vostok. Bankinn þurfti einnig að afskrifa 200 milljónir evra vegna TCW Group í Bandaríkjunum.