Straumur Burðarás skilaði uppgjöri annars árfjórðungs í dag og sem var mun betra en greiningardeild Kaupþings banka bjóst við. Fjárfestingarbankinn hagnaðist um 307 milljónir króna en greiningardeildin bjóst við tapi sem nemur um 3.1 milljarði króna.

? Var það einkum minna gengistap, hærri vaxtatekjur auk arðgreiðslu sem skýrir mismun á spá okkar og niðurstöðunni. Heildareignir félagsins jukust um 31,5% frá áramótum og voru 340,9 milljarðar króna í lok fjórðungsins," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin bjóst við því að fjárfestingarbankinn myndi afskrifa viðskipta vild en svo var ekki. Í uppgjöri félagsins kemur fram að hreinar rekstrartekjur á öðrum fjórðungi lækkuðu um 69,6% á milli ára og námu 1.203 milljónum króna en voru 3.962 milljónum króna á sama tímabili árið 2005. Á fyrri helmingi ársins 2006 námu hreinar rekstartekjur 25.416 milljónum króna. en sama tíma árið 2005 námu þær 9.498 milljónum króna, sem er 168% hækkun.

?Á fyrri hluta ársins rúmlega tvöfaldaðist lánasafn félagsins úr 48,9 milljarðar króna í 108,2 milljarða króna. Lán til tengdra aðila námu 13,5 milljörðum króna í upphafi ársins en 31,8 í lok annars fjórðungs, á sama tíma höfðu ábyrgðir vegna tengdra aðila lækkað úr 7,2 í 2,7 milljarða króna," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin segir að gengistap Straums Burðaráss á veltufjáreignum á fjórðungnum hafi numið 6 milljörðum króna og telur það góða niðurstöðu vegna þess að félagið var með stórar stöður á hlutabréfamörkuðum sem
lækkuðu mikið á tímabilinu.

? Á fyrsta helmingi ársins er því hagnaður Straums Burðaráss af veltufjáreignum 9,2 milljarðar króna á sama tíma og flestir hlutabréfamarkaðir hafa staðið í stað eða lækkað. Í lok fjórðungsins var staða Straums Burðaráss í hlutbréfum 105,6 milljarðar króna en, af því hafði bankinn selt 25,9 milljarða króna með afleiðusamningum, nettóstaðan nam því 79,7 milljörðum. Hagnaður var bókaður af öðrum fjáreignum færðum á gangvirði að upphæð 994 milljónum króna," segir greiningardeildin.