Tryggingamiðstöðin birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á morgun og býst greiningardeild Landsbankans við tapi sem nemur 1.045 milljónum króna á fjórðungnum og reiknar með að hreinar tekjur nemi 476 milljónum en það er um tveimur milljörðum minna á sama tímabili fyrir ári.

"Hagnaður síðustu missera hefur eingöngu átt rætur að rekja til fjármálastarfsemi TM en tryggingastarfsemin hefur ekki gengið sem skildi. Tjónahlutfall var 98% í fyrra og hefur verið yfir 100% á síðustu tveimur fjórðungum. Iðgjöld hafa því ekki staðið undir tjónum að undanförnu," segir greiningardeildin.

Innlendi hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 7,1% á öðrum ársfjórðungi og telur greiningardeildin að uppgjörið verið litað af tapi á fjárfestingarstarfsemi.