Þau uppgjör sem búið er að birta hafa flest verið yfir væntingum greiningaraðila, samkvæmt greiningardeild Glitnis.

Þrátt fyrir það hefur úrvalsvísitalan lækkað síðustu þrjá viðskiptadaga um 6%. Þau félög sem birt hafa uppgjör eru viðskiptabankarnir þrír, Staumur-Burðarás, Mosaic og Bakkavör

Úrvalsvísitalan hækkaði fjóra viðskiptadaga í röð og nam hækkunin 7% áður en uppgjörin voru birt, að sögn greiningardeild Glitnis en síðan lækkaði hún um 6%, eins og áður segir.

?Uppgjör þeirra félaga sem hafa þegar birt sýna að reksturinn er almennt í blóma og að lækkun gengis krónunnar hefur haft jákvæð áhrif á afkomuna. Því virðist sem undirliggjandi söluþrýstingur hafi verið í hlutabréfum fyrir uppgjörstörnina," segir greiningardeildin.

Hún leiðir að því líkum að þeir fjárfestar sem hafa verið í söluhug hafi búist við góðum uppgjörum og gripið gæsina á meðan hún gafst og selt eftir skarpar hækkanir, strax í kjölfar birtinga á uppgjörunum.

?Þar sem eftirspurn eftir hlutabréfum virðist heldur veik um þessar mundir leiddi þessi söluþrýstingur til umræddrar lækkunar hlutabréfaverðs," segir greiningardeildin.

Greiningardeild Glitnis reiknar með að miðað við rekstur félaganna í Kauphöllinni er rými fyrir 20% hækkun á Úrvalsvísitölu yfir árið 2006.