Tryggingamiðstöðin skilaði í lok síðustu viku uppgjöri fyrsta ársfjórðungs og var niðurstaðan nokkuð umfram spár greiningaraðila. Sama má segja um niðurstöðu VÍS sem birti ársfjórðungsuppgjör um miðjan maí. Bæði eru tryggingafélögin nýliðar á hlutabréfamarkaði og er óhætt að segja að þeim hafi verið vel tekið. Standa betur undir kostnaði TM skilaði 522 milljóna króna hagnaði samanborið við 711 milljóna króna hagnað VÍS.

Þá lækkaði tjónahlutfall TM umtalsvert frá sama ársfjórðungi á síðasta ári en rekstrarkostnaður hækkaði töluvert eða um tæp 17%. Tekjur af fjárfestingum VÍS námu 976 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 858 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Eign VÍS í innlendum hlutabréfum jókst um- talsvert á tímabilinu og má sama segja um skuldabréfaeign. Fjárfestingartekjur TM námu 509 milljónum króna samanborið við 507 milljónir króna í fyrra.

IFS greining ráðleggur fjárfest-um að halda hlutabréfum í TM en selja hlutabréf í VÍS. Þetta kemur fram í virðismati fyrirtækjanna sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .