Íslenska úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,41% í dag. Mest lækkuðu bréf í Marel, eða um 1,4% í 97 milljóna króna viðskiptum. Bréf í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækkuðu hins vegar um 2,26% en félagið birti hálfsársuppgjör sitt í dag. Velta í viðskiptum með bréf Fjarskipta nam 103 milljónum króna.

Mest viðskipti voru með bréf Vís, eða 357 milljónir króna. Félagið hækkaði um 0,44%. Einnig voru mikil viðskipti með bréf Icelandair, eða 267 milljónir, en gengi bréfa félagsins lækkaði um 0,27%.

A deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins keypti 10 milljón hluti í Vátryggingafélagi Íslands í dag. Gengi hluta er 11,4 og miðað við það nemur markaðsvirði hlutarins sem lífeyrissjóðurinn keypti 114 milljónum. Eftir viðskiptin fer sjóðurinn með 5,28% atkvæða í félaginu.