Uppgjör Marel á fyrsta ársfjórðungi verður að teljast óviðunandi fyrir bæði stjórnendur og eigendur. Hagnaður Marel dróst saman um næstum því 60% á milli ára, tekjur um 15% og EBIT-framlegð víðsfjarri markmiðum stjórnenda. Marel birti uppgjörið í gær . Greining Íslandsbanka skrifar um það í Morgunkorni sínu í dag og bendir á að væntingar stjórnenda Marel um að ná einum milljarði evra veltu árið 2015 hafi verið færðar aftur um tvö ár. Þrátt fyrir samdráttinn var haft eftir Theo Hoen, forstjóra Marel, í uppgjörinu, að það hafi verið í samræmi við væntingar.

Gengi hlutabréfa Marel féll um 2,02% í Kauphöllinni í gær. Fyrir hádegi í dag lækkaði það um 1% til viðbótar. Gengisþróunin hefur gengið til baka og gott betur enda hefur það nú hækkað um 0,69%.