137 milljóna hagnaður var á starfsemi Nýherja á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá fyrirtækinu. Er þetta töluverður viðsnúningur frá því á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði ríflega eins milljarðs króna tapi. Forstjóri Nýherja, Finnur Oddsson, segist alla jafna ánægður með uppgjörið þótt markið hafi verið sett hærra.

Þá nam hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi tólf milljónum króna sem er nokkuð undir væntingum en reksturinn á fyrstu níu mánuðum ársins er á áætlun að sögn Finns. Góð afkoma hefur verið af sölu á Lenovo tölvum hjá fyrirtækinu en 56% vöxtur var á sölu á Lenovo tölvum á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tímabil árið áður. Þá hefur rekstur dótturfélaga fyrirtækisins verið ágætur að mati Finns en þar sker TM Software sig úr með 29% tekjuvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við árið á undan.

VB Sjónvarp ræddi við Finn.