Nú hafa uppgjör stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni verið birt en nokkur mikilvæg uppgjör eru þó enn væntanleg. Í Morgunkorni Glitnis segir að i þessari viku munu Össur, Spron og 365 birta afkomutölur sínar fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs. Össur mun birta sitt uppgjör á þriðjudag. Greiningardeila Glitnis telur að félagið nái að uppfylla áætlun stjórnenda um rekstartekjur upp á 330 m. Bandaríkjadala fyrir árið 2007 og að hagnaður síðasta ársfjórðungs hafi numið um 7,2 m. dölum. Spron mun birta afkomu sína á miðvikudag og gerir Glitnir ráð fyrir tapi upp á  um 6.5ma.kr. á fjórða ársfjórðungi ársins 2007. 365 mun svo birta sínar afkomutölur á fimmtudag. Þar sem rekstur félagins gekk vel á árinu er gert ráð fyrir að hagnaður á fjórða ársfjórðungi hafi numið um 130 m.kr. og að félagið sé nálægt markmiðum sínum, samkvæmt því sem segir í Morgunkorni Glitnis,