„Það er ekkert launungarmál að að það er minni neysla hjá landanum, miðað við það sem var. Til dæmis í fatnaði og skóm sem hefur örugglega minkkað um þriðjung frá hruni,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa.

Hann segir umfang viðskipta í september hafa verið svipað hjá Hagkaup og á síð- asta ári.

Um samsetningu í innkaupakörfum viðskiptavina segir Gunnar Ingi óhætt að segja að töluverð breyting hafi orðið þar á.

„Fólk leggur áherslu á að gera góð kaup, eins og sagt er. Við bregðumst auðvitað við því og röð- um vörunum okkar upp í samræmi við eftirspurnina,“ segir hann.

Gunnar segir gestafjölda svipaðan nú og áður þó ekki hafi orðið eins mikil viðbót að þessu sinni og var á síðasta ári. „Upphæðirnar eru kannski svipaðar en hlutirnir í kerrunum færri.“

Nánar er fjallað um málið í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins þar sem fjallað er um smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.