Í gærkvöldi undirritaði Geir H. Haarde sameiginlega yfirlýsingu EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu um upphaf fríverslunarviðræðna. Ef samningar takast verður þetta annar fríverslunarsamningur EFTAríkjanna við Asíuríki. ?Samningur okkar við Singapore hefur á vissan hátt rutt brautina fyrir frekari samningum í Asíu. Suður-Kórea er þegar mjög stór markaður og mikilvægur viðskiptaaðili bæði í innflutningi og útflutningi.

Fríverslunarsamningur mun enn ýta undir og styrkja þau góðu viðskipti sem við eigum við þetta vaxandi hagkerfi,? segir Geir H. Haarde. Ákvörðunin um að hefja fríverslunarviðræður byggir á sameiginlegri hagkvæmniathugun sem EFTA-ríkin og Suður- Kórea stóðu að. Fyrsti samningafundurinn er
áformaður í upphafi næsta árs.