Fasteignafélagið Upphaf hefur sölu nýrra íbúða á Kársnesi í lok sumars. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða 38 íbúðir af þeim 129 sem verða á Hafnarbraut 12. Það stóð upphaflega til að afhenda fyrstu íbúðirnar haustið 2019 en erfið staða Upphafs og aðrir þættir seinkuðu þeim áætlunum. Eigið fé þurrkaðist nær út en um var að ræða margra milljarða króna.

Framkvæmdastjóri Upphafs Erlendur Örn Fjeldsted segir í samtali við Morgunblaðið að áformað sé að að setja 33 íbúðir í sölu í nóvember og 58 íbúðir í lokaáfanga. Verið er að klára sýningaríbúðir og söluvef.