Alls óvíst er að svigrúm myndist fyrir Seðlabankann til að styrkja óskuldsettan gjaldeyrisforða yfir sumarmánuðina eða að gengið hækki vegna innstreymis ferðamannagjaldeyris. Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna hefur gengi krónunnar ekki styrkst á undanförnum vikum, eins og raunin varð síðastliðið sumar. Aðrir þættir vega þyngra en innflæði ferðamannagjaldeyris og er mikil hækkun krónunnar sumarið 2012 rakin til annarra þátta en komu ferðamanna til landsins.

Gengisþróun á vor- og sumarmánuðum hefur verið afar ólík milli áranna 2012 og 2013. Í fyrra styrktist gengið hratt, sérstaklega í júlí og ágúst. Margir hafa búist við svipaðri þróun í ár, með komu ferðamanna, og hefur Viðskiptablaðið heimildir fyrir því að fyrirtæki hafi gert framvirka samninga inn í sumarið þar sem veðjað var á styrkingu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.