Bláa lónið hefur lengi notið mikilla vinsælda og er jafnan fyrsti áningarstaður erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Af þeim sökum er fyrirtækið stöðugt að þróa nýjungar í þjónustu sinni en á meðalþeirra eru svokallaðar „Experience“ eða upplifunarheimsóknir sem fela í sér valda þjónustu fyrir gesti heilsulindarinnar. Hefur þessi valmöguleiki fallið í góðan jarðveg á meðal bæði innlendra og erlendra gesta að sögn Magneu Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Bláa lónsins.

„Experience Comfort heimsókn er ein vinsælasta heimsóknin,“ segir Magnea, „en auk aðgangs í Bláa lónið fá gestir afnot af sloppum og handklæðum og drykk og maska í Lóninu sjálfu. Þá njóta heimsóknir sem innihalda einnig máltíð á Lava njóta mikilla vinsælda. Spa dekur hentar vel fyrir þá sem vilja enn meira dekur og vellíðan, en nudd sem fer fram ofan í Lóninu sjálfu er innifalið í dekurpökkum Bláa lónsins. Þeir sem leita eftir enn meiri þægindum geta bókað heimsókn í Betri stofu Bláa lónsins þar sem m.a. er boðið upp á einkaklefa og aðgang að arinstofu.“

Fjallað er um málið í Reykjanesblaðinu sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .