Wikileaks birti í dag skjöl sem þeir segja að sanni að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (National Security Agency eða NSA) hafi njósnað um fundi hjá hluta af valdamesta fólki í heimi.

Meðal fundanna sem njósnað var fundur milli Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna; Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael og Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu; lykilráðherra innan Evrópusambandsins og Japans í samningaviðræðum þeirra á milli um fríverslunarsamninga á vegum World Trade Organization (WTO); auk einkafunds milli forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, Angelu Merkel og Berlusconi.

Meðal þess sem kemur fram í gögnunum eru umræður milli Merkel og Ban Ki-Moon um loftlagsbreytingar og Netanyahu's að óska eftir aðstoð Berlusconi við að semja við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna.