Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Fjármálaeftirlitið vill ekki upplýsa um í hvaða íslenska fyrirtæki Thomas Wilmot sat í. Wilmot var fundinn sekur um svokölluð kyndiklefasvik ásamt tveimur sonum sínum, sem svindluðu á 1700 fjárfestum og sviku út 27,5 milljónir punda, eða rúmlega fimm milljarða króna. Samtals fengu þeir 19 ára fangelsisvist.

Breska fjármálaeftirlitið (SFO) fór með rannsókn málsins en FME kom að rannsókninni. Snéri þáttur FME að því að gerð var grein fyrir afgreiðslu á umsókn bresks fyrirtækis í eigu Wilmot sem var lögð fram á árinu 2003. Félag Wilmot vildi þá fara með virkan eignarhlut í íslensku verðbréfafyrirtæki. FME hafnaði umsókninni og sagði Wilmot sig þá úr stjórn íslenska fyrirtækisins.