Sérstök umræða fer fram á Alþingi í dag um upplýsingar um hælisleitendur. Það er Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem er málshefjandi í umræðunni. Til andsvara er Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu eftir að lögmaður Evelyn Glory Joseph kærði til lögreglunnar „…leka á persónulegum upplýsingum um hana sem birtust í fjölmiðlum í nóvember og virðist m.v. fréttaflutning mega rekja til innanríkisráðuneytisins.“, eins og sagði í kærubréfi. Umræddar upplýsingar birtust bæði á mbl.is og visir.is.