Á næstu dögum má vænta þess að útboðslýsing Icelandair Group vegna fyrirhugaðrar 20 milljarða króna hlutafjáraukningar verði birt. Verði gífurleg ásókn í hlutina, sem seldir verða á genginu einum, verða þrír milljarðar hluta í boði í viðbót auk þess að áskriftarréttindi munu fylgja nýjum hlutum. Síðastliðinn þriðjudag var tilkynnt um að Landsbanki Íslands og Íslandsbanki myndu sölutryggja sex milljarða í útboðinu ef fjárfestar skrá sig fyrir minnst 14 milljörðum hluta.

Viðskiptablaðið beindi fyrirspurnum til Landsbankans og Íslandsbanka um það hvort og þá hve mikið Icelandair Group hefði greitt fyrir fyrrnefnda sölutryggingu og hvaða forsendur hefðu verið lagðar til grundvallar þegar ákvörðun var tekin. Í svari Íslandsbanka segir að nánar verði fjallað um fyrirkomulag sölutryggingarinnar í útgáfulýsingu félagsins. Fjárfestakynning og áætlun félagsins hafi legið til grundvallar ákvörðun bankans. Svar Landsbankans var samhljóða svari Íslandsbanka.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .