Chris Evans, ritstjóri breska dagblaðsins Daily Telegraph, sendi frá sér tíst þar sem að hann áréttar hversu mikilvægt sé að halda upp merkjum fjölmiðlafrelsis á Bretlandseyjum, vegna mótmæla í Póllandi, þar sem að fólk hefur verið ósátt með stöðu frjálsrar fjölmiðlunar í landinu.

Blaðamenn á stjórnmáladeild Telegraph brugðust ókvæða við, en greinilegt er að þeir séu ósáttir með ritstjórann sinn. Þeir svöruðu tísti ritstjórans um hæl og tístu: „Please, if you care about a free press in Britain, stop firing journalists.“ Þó að tístinu hafi verið eytt, þá hafa athugulir lesendur náð skjáskoti af því, eins og sjá má hér að neðan. Ljóst er að illdeilur ríkja innan ritstjórnar blaðsins.