Á aðalfundi þýska bankans Deutsche bank neituðu 39% hluthafa að lýsa yfir stuðningi við forstjóra bankans tvo. Samkvæmt samþykktum bankans þarf hluthafafundur að greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi ákvarðanir stjórnenda yfir síðasta ár. Í fyrra fengu forstjórarnir stuðning um 89% hluthafa á aðalfundi, en stuðningurinn var öllu minni í ár. BBC segir frá.

Í frétt BBC segir að hluthafar hafi áhyggjur af minnkandi vexti hagnaðar, háum sektargreiðslum og áhætlunum um endurskipulagningu bankans.

„Við berum ekki lengur traust til stjórnenda bankans,“ sagði stjórnarmaður í Hermes Equity Ownership Services, sem á 5% hlut í Deutsche Bank. Annar forstjóri bankans, Jürgen Fitschen, viðurkenndi að stjórnendur hefðu ekki staðið sig sem skyldi, en að hann væri sannfærður um að bankinn væri á réttri leið.