Því er spáð að fimm ráð­herrar í ríkisstjórn Davids Cameron muni berjast fyrir því að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu, en þjóðaratkvæðagreiðsla um málið gæti farið fram í júní á þessu ári. Cameron hefur náð samkomulag við Donald Tusk, forseta ráð­herraráðs Evrópusambandsins, um breytingar á regluverki sambandsins í þágu Breta.

Í samkomulaginu, sem enn á eftir að útfæra nánar, er m.a. gert ráð fyrir því að aðildarríki geti neitað aðfluttu fólki um félagslegar bætur og að ef nægilega mörg þjóðþing aðildarríkja sammælast um það geti þau komið í veg fyrir að tilskipanir ESB fái lagagildi.

Ekki þykja þó öllum samherjum Camerons í ríkisstjórninni nógu langt gengið. Í frétt breska blaðsins Telegraph segir að fimm ráðherrar séu líklegir til að berjast gegn áframhaldandi veru Breta í ESB. Það eru þau Chris Grayling, þingflokksformaður Íhaldsmanna í neðri deild breska þingsins, Ian Duncan Smith, ráðherra lífeyrismála, Priti Patel atvinnumálaráðherra, Theresa Villiers, ráðherra í málefnum NorðurÍrlands, og John Whittingdale menningarmálaráðherra. Óvíst er um afstöðu sjö annarra, sem hafa stöðu ráðherra í ríkisstjórninni, en mikilvægust í þeim hópi eru Theresa May innanríkisráðherra, Michael Gove dómsmálaráðherra, og Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar. Fjórtán ráð­ herrar eru svo taldir líklegir til að standa með Cameron.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .