Íslenskir orkuframleiðendur selja réttinn til að halda því fram að orka þeirra sé endurnýjanleg í gegnum upprunavottanir, en þetta kemur fram á vef Orkustofnunar. Morgunblaðið greinir frá málinu.

Þar segir að hverjum sem er bjóðist að kaupa slíka vottun en án hennar geti innlend fyrirtæki og heimili ekki haldið því fram opinberlega að orkan sem nýtt er hér á landi sé endurnýjanleg. Þegar slíkar vottanir eru seldar er þannig í raun skipt á endurnýjanlegri orku og kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti og sú orka seld á Íslandi.

Íslensk fyrirtæki sem kaupa endurnýjanlega orku frá Landsvirkjun og Orkuveitunni þurfa að kaupa sérstakt vottorð um að raforkan sé endurnýjanleg, en annars er orkan flokkuð sem 23% úr kjarnorku og 32% úr jarðefnaeldsneyti. Miðað við þetta er orkusala á Íslandi aðeins 45% endurnýjanleg.