Ferðaþjónustu fyrirtækið Guide to Iceland hefur sagt upp 11 manns sem áður höfðu starfað á skrifstofu fyrirtækisins. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þeim sem ekki var sagt upp var gert að taka á sig launalækkun.

Davíð Ólafur Ingimarsson, forstjóri Guide to Iceland, sagði í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækið finni mikið fyrir höggi eftir gjaldþrot WOW air.

„Við höfum vissulega fundið fyrir því að íslenski ferðaþjónustumarkaðurinn sé að dragast saman. Það er ólíklegt að eingöngu fall Wow air sé það eina sem er að valda því en aðrir þættir sem hafa áhrif eru meðal annars hátt verðlag á Íslandi, versnandi heimsefnahagur, Brexit og minnkandi kaupmáttur,“ sagði Davíð.