Útgerðarfyrirtækið HB Grandi sagði upp öllum starfsmönnum fiskimjölsverksmiðju sinnar á Akranesi í dag. Starfsmennirnir eru alls fjórir talsins. Forstjóri HB Granda, Eggert Guðmundsson, segir gripið til þess ráðstafa sökum þess að ekki hafi náðst sá árangur í rekstri verksmiðjunnar sem vonast var eftir. Vefsíða Skessuhorns greinir frá þessu í dag.

Í stað þeirra sem sagt var upp verða fjórir nýjir starfsmenn ráðnir, en uppsagnirnar í dag þýða ekki að rekstri verksmiðjunnar verði hætt. Þó liggur ekki fyrir hvort að þeir starfsmenn sem verða ráðnir í verksmiðjuna muni koma úr röðum núverandi starfsmanna HB Granda.

Forstjóri HB Granda segir í samtali við Skessuhorn að ekki sé ástæða til að fara náið út í efnislegar ástæður uppsagnanna, en til þeirra hafi ekki verið gripið í flýti.