*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 1. febrúar 2006 09:11

Uppsagnir hjá Icelandic Group

Ritstjórn

Vegna hagræðingar og endurskipulagningar hjá Icelandic Group var sölufyrirtækinu Icelandic Germany í Hamborg lokað í gær. Öllu starfsfólki söluskrifstofunnar hefur verið sagt upp störfum en þar er um að ræða 22 starfsmenn. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir að með þessu móti næst fram hagræðing í rekstri Icelandic Group en gert er ráð fyrir að árlegur sparnaður vegna þessa nemi um 2,2 ? 2,5 milljónum evra en kostnaður vegna lokunarinnar er áætlaður 1,5 ? 2,0 milljónir evra.

Við þessa breytingu lætur Sturlaugur Daðason, framkvæmdastjóri Icelandic Germany, af störfum en hann hefur starfað hjá Icelandic Group frá árinu 1974.