Rútufyrirtækið Kynnisferðir mun segja upp á milli tíu og tuttugu starfsmönnum um mánaðarmótin að því er kemur fram í frétt mbl.is. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir þegar hann er spurður út í hvers vegna sé ráðist í uppsagnirnar að það sé farið að hægja á straumi ferðamanna.

Framkvæmdastjórinn segir að uppsagnirnar tengist einnig miklum launahækkunum og segir að aukin gjaldtaka skýri þörfina á þeim. „Þetta skiptist á tvö félög og þvert á deildir,“ sagði Kristján við mbl.is. Hann tekur fram að það hafi ekki verið neinn sérstakur hópur tekinn fyrir heldur sé þetta hluti af stærri hagræðingaraðgerðum hjá fyrirtækinu vegna breyttu umhverfi.